Fleiri bílastæði í austurenda Hæðargarðs

Fleiri bílastæði í austurenda Hæðargarðs

Fleiri bílastæði í austurenda Hæðargarðs

Points

Í austurenda Hæðargarðs við Réttarholtsveg er bílum lagt beggja vegna götu. Þetta er klárlega ólöglegt, en er látið viðgangast. Réttast væri þá að gera sömu framkvæmd þarna og í vesturenda götunnar,að búa til skáskotin bílastæði að stokkinum sem liggur meðfram götunni. Hæðargarður er skilgreind tveggja akreina gata og núverandi fyrirkomulag býr oft til einbreiða götu vegna bílafjöldans sem þarna er lagt. Nóg pláss er á grasbalanum frá götu að stokk til að framkvæma þetta. Gatan yrði öruggari.

Nákvæmlega, það þarf aðeins að breyta skipulagi á umferðinni í þessari götu. http://betri-hverfi-haaleiti.betrireykjavik.is/priorities/826-breyta-skipulagi-a-umferd-i-gegnum-haedargard

Ég vil benda á að ská-stæðin við vesturenda götunnar eru einkastæði hæðargarðs 1-33 og nýtast því ekki húsunum á móti þ.e 2-12. Þar erum við hinsvegar líka að skjáskjóta bílunum enda hentar það miklu betur í þessari götu. Að meðaltali eru tveir bílar á hverja íbúð og því 8 bílar á hvert hús. Það gefur því augaleið að ekki gengur að leggja bílunum meðfram kantinum því þá komast aðeins þrír til fjórir bílar við hvert hús. Að auki er betra að athafna sig á veturna bæði við að leggja og keyra frá í ófærð ef bílunum er skáskotið.

Eins og fram kemur í hugmyndinni, er mjög gott pláss fyrir aukin bílastæði og þörfin greinileg. Aukning bílastæða þrengir ekkert að vinsælli gönguleið, sem þar að auki mætti gera skemmtilegri með plöntun runna meðfram hitaveitustokknum. Öryggi íbúa og gesta þeirra yrði mun betra við þessa aukningu. Þess má geta að þetta hefur verið áhugamál íbúa á staðnum í mörg ár.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information