Laga körfuboltavöll við Fossvogsveg

Laga körfuboltavöll við Fossvogsveg

Laga körfuboltavöll við Fossvogsveg

Points

Aðallega þarf að setja hærri grind við völlinn svo að boltinn skoppi ekki út af vellinum og út á götuna sem setur lítil börn í hættu. Auk þess skoppar boltinn áfram á blómabeð sem maður í blokkinni á móti vellinum hefur búið til sérstaklega og honum finnst ekki skemmtilegt þegar boltinn skoppar á það. Völlurinn er ójafn, allur bylgjóttur sem hentar verulega illa þegar kemur að körfubolta. Svo má taka aspirnar sem er við hlið vallarins, þær koma í veg fyrir allt sólskin sem kæmi á völlinn.

sammála þessu

Algjörlega sammála. Á fundi með þáverandi borgarstjóra, fyrir nokkrum árum, var tillaga mín um að sett yrði upp girðing við körfuboltavöllinn til varnar að bolti skoppaði á götuna og börn myndu síðan hlaupa á eftir boltanum, samþykkt sem sérstakt forgangsverkefni. Síðar sama sumar var síðan girðing sett upp, rúmlega 1 meters há!!! Slík girðing við körfuboltavöll er bara sýndarmennska, því hún er langt frá því azð þjóna tilgangi sínum. Ég hafði margoft samband við hinar ýmsu skrifstofur í borgarkerfinu, sem og borgarstarfsmenn, en það skilaði engu. Þeir skildu ekki sjálfir tilgang girðingarinnar og hvað þá ábendinguna. En það skilja þessir ungu körfuboltamenn! Ég styð þá heilshugar og megi þeir eiga góðar stundir á körfuboltavellinum!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information