Hundagerði í Vesturbæinn og víðar í borginni

Hundagerði í Vesturbæinn og víðar í borginni

Hundagerði í Vesturbæinn og víðar í borginni

Points

Hundaeign í borginni hefur meira en tvöfaldast síðustu 10 ár og ekkert lát virðist vera á þeirri fjölgun. Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessari staðreynd og hafa Reykjavík áfram eins hundaóvæna og hún er. Hundar þurfa hreyfingu og fá að leika við aðra hunda lausir. Margir hundaeigendur í Vesturbæ velja bíllausan lífsstíl og verða að geta sleppt hundinum í eigin hverfi. Öruggast er að gera það innan hundagerðis svo það ónáði ekki gangandi vegfarendur. Hvað með hundagerði á Ægissíðu??

Gott hundagerði við Ægissíðu er frábær hugmynd, sem vonandi kemst í framkvæmd sem fyrst. Hundum er eðlislægt og nauðsynlegt að fá að hlaupa ólarlausir og leika við aðra hunda og í hundagerði er það hægt án þess að það trufli aðra vegfarendur um Ægissíðu.

Hundaeigendur í vesturbænum nota Ægissíðuna nú þegar mjög mikið til að fara út að labba með hundana sína. Með því að vera með afgirt svæði á Ægissíðu njóta bæði hundaeigendur og aðrir góðs af. Ávinningurinn fyrir hundaeigendur er gott leiksvæði þar sem hundar geta hlaupið frjálsir og hitt aðra hunda. Ávinningurinn fyrir aðra er að nú eru hundarnir á sérstöku svæði og minni líkur fyrir aðra að rekast á þá á vappinu utan þessa svæðis. Einnig getur hreinlæti aukist - minni hundaskítur út um allt.

Endilega á Ægissíðu samt ?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information