Skjólbelti í Esjuhlíðar - minnka vindálag

Skjólbelti í Esjuhlíðar - minnka vindálag

Skjólbelti í Esjuhlíðar - minnka vindálag

Points

Skjólbetri Reykjavík!

Með vísan í fyrirlestra um veðurfar við Esjuna og reynslu skógræktarfólks er fátt eins öflugt við að hemja vindinn og góð skjólbelti úr trjágróðri. Hægt er að draga verulega úr vindálagi á Kjarlarlesi með skjólbeltarækt í Esjuhlíðum. Þessu væri hægt að hrinda úr vör með samstarfi margra aðila eins og: Skógræktarfélögum, tryggingafélögum, iðnfyrirtækjum og einstaklingum ásamt Borginni. Þetta er mannaaflsfrek framkvæmd og kemur okkur öllum til góða til lengri tíma í auknu öryggi og betra umhverfi.

Ég er viss um að margir íbúar á Kjalarnesinu væru tilbúnir að leggja hönd á plóg til þess að koma upp skjólbelti á þessum slóðum.

Minna vindálag myndi gera veginn 100% öruggari. Keyri þarna daglega og vindstrengir eru oft hættulegir sérstaklega fyrir stærri kassalaga bíla.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information