Hraðahindranir, stöðvunarskyldur og minni hraði í Norðurmýri

Hraðahindranir, stöðvunarskyldur og minni hraði í Norðurmýri

Points

Óþolandi hvað er mikið lagt uppi á gangstéttum í Norðurmýri þ.a. hjólandi börn og fólk með barnavagna þarf að fara út á götu til að komast fram hjá. Hér mætti beita sektum (og nota peningana í framkvæmdapottinn fyrir hverfið) og venja þannig ökumenn af þessum ósið og þar með bæta öryggi barna og gangandi vegfarenda.

Mikil þörf er á að fjölga hraðahindrunum og setja stöðvunarskyldur á öll götuhorn í Norðurmýrinni. Öryggi gangandi vegfarenda, sérstaklega barna er ekki gott. Börn eiga rétt á að geta leikið sér úti og heimsótt vini á milli húsa án þess að vera í bráðri hættu þar sem umferðin er hröð. Lækka mætti hámarkshraðann í 10 km á klst. inni í hverfinu.

ATH þetta tengist einnig annari hugmynd um að gera allar götur í Norðurmýri að vistgötum

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information