Þegar gengið er frá Gnoðarvogi 26 að stígnum sem liggur við Suðurlandsbraut/Faxafen lendir maður í drullusvaði. Þarna er mikið gengið enda er þetta tenging fyrir gangandi til að komast að gatnamótum við Suðurlandsbraut/Faxafen. Þessum drullubút þyrfti að breyta í göngustíg þ.a. maður komist leiðar sinnar svo vel sé á fæti.
Skeifan er mikið þjónustusvæði og það ætti að vera auðvelt fyrir íbúa hverfisins að sækja þjónustu þangað fótgangandi. Það er mikið gengið framhjá blokkinni í Gnoðarvogi og að göngustígnum við Suðurlandsbraut og alveg óskiljanlegt að þar skuli ekki vera göngustígur.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation