Nýta garðinn við Vesturbæjarsundlaug

Nýta garðinn við Vesturbæjarsundlaug

Points

Ég ætaði einmitt að koma með þessa hugmynd hér inni. Með því að nýta þennan garð fengi Vesturbærinn ákveðinn miðpunkt..hægt væri að hafa kaffisölu og pláss fyrir uppákomur.

Ósk mín er að endurnýja gróður á þessu svæði.

Eflum miðpunkt Vesturbæjar

Garðurinn við Vesturbæjarlaugina er lúmskt stór og synd hvað hann er lítið nýttur. Í tengslum við eflingu Hofsvallagötu væri hægt að gera mun meira úr garðinum til að efla þetta svæði sem miðpunkt Vesturbæjar. Þarna væri hægt að koma fyrir útigrilli, piknik aðstöðu (tréborð og bekkir), púttvelli, tennisvelli, sparkvelli, strandblaksvelli, klifurtækjum og aðstöðu fyrir teygju og styrktaræfingar (fyrir sund og hlaupafólk). Hægt að byrja með litlum framkvæmdum og láta þróast með notkun garðsins.

Það er t.d. hægt að setja upp strandblaksvöll við sundlaugina. Nóg pláss og lítill kostnaður. Við Vesturbæjarlaugina var einn af fyrstu strandblaksvöllum landsins, þó það hafi ekki verið sandvöllur.

Leiksvædi og kaffihús.

Einbýlishúsa mafían á Einimelnum mun nú þagga allt slíkt niður - þ.e. ef við leyfum henni :)

Tími til kominn að opna garðinn fyrir almenning, setja upp (ódýra) útivistaraðsöðu, bekki, borð og tennisvöll. Þetta mun verða góður samverustaður í nágreni við Vesturbæjarlaug.

Frábært. Sjá þessa hugmynd: http://esynyc.org mjög sniðugir garðar fyrir hverfið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information