Fleiri útilistaverk

Fleiri útilistaverk

Fleiri útilistaverk

Points

en það verður að muna eftir að merkja listaverkin - nafn verks og listamanns á ekki að vera leyndarmál.

Listaverk lífga upp á samfélagið. Það skiptir máli að í umhverfi okkar sé list af öllum gerðum, jafnt falleg sem ögrandi. Við eigum til með að einblína á hið "hagkvæma" eins og öll nýting á fjármunum verði að hafa praktískt gildi (flýta fyrir umferð). Með því horfum við framhjá mikilvægi þess að njóta lífsins og byggja upp skemmtilegt og lifandi samfélag. Listir eru nauðsynlegur hluti þess að lyfta menningu og mannlífi, skapa betra samfélag. Jafnt frá ungum sem reyndum listamönnum.

Það má augljóslega kostnaðarmeta þessa hugmynd á fáar krónur (kaupa ódýrt tilbúið verk) eða mjög margar krónur (panta umfangsmikið verk frá mjög frægum listamanni sem rukkar mikið). Það er sem sagt praktískt atriði hvernig þessi tillaga er útfærð. Ef ég mætti skjóta inn hugmynd um útfærslu að þá myndi ég auglýsa opinberlega X upphæð í verkið (annaðhvort fyrir verkið eða í mánaðarlaunum) og velja úr því með valnefnd (þess vegna slembivalinni). En þetta er útfærsluatriði sem má gera á marga vegu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information