Betri aðgangur gangandi og hjólandi yfir á Fiskislóð

Betri aðgangur gangandi og hjólandi yfir á Fiskislóð

Betri aðgangur gangandi og hjólandi yfir á Fiskislóð

Points

Betri aðgangur gangandi og hjólandi yfir á Fiskislóð tengir íbúðahverfi vestast í Vesturbæ við þjónustu og verslanir á Fiskislóð og Hólmaslóð. Nú er frágangur hringtorgs þannig að gangandi fólk á í vanda með að komast yfir Mýrargötu og Ánanaust. Það léttir á umferðaræðum þarna ef hægt er að auka aðra umferð en bílaumferð, og meira líf færist yfir hverfið. Fyrst nærþjónustan vildi fara út á hafnarsvæðið og út að Örfirisey, er rétt að gangbrautirnar fylgi þangað líka.

Sammála - hvað þá með blessað eldra fólkið sem þarf að staulast með göngugrindina yfir illa frágengið svæðið og bílar á blússandi ferð - bara tímaspursmál hvenær slys verður. Fyrst gamla fólkið getur ekki lengi verslað í hverfisbúðinni eins og það gerði þar til fyrir um 10-20 árum (takk "þróun"), þá a.m.k. mætti gera trist verslunarferðir út á Granda minna lífshættulegar...

einmitt - er búin að vera þarna mikið á ferðinni með barnavagn og innkaupapoka, maður þarf að hafa sig allan við.

Alveg nauðsynlegt. Við fjölskyldan eigum í mestu vandræðum með að komast leiða okkar og bílar stoppa sjaldan fyrir gangandi vegfarendum, hvort sem það er við hringtorgið eða þegar reynt er að komast yfir á gatnamótum Seljavegar og Mýrargötu (við apótekið). Ég horfði nýlega út um gluggann á 10 ára son minn standa og bíða og bíða meðan hver bíllinn á fætur öðrum brunaði fram hjá honum án þess að stoppa. Þetta verður að laga.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information