Breyta skipulagi á umferð í gegnum Hæðargarð

Breyta skipulagi á umferð í gegnum Hæðargarð

Breyta skipulagi á umferð í gegnum Hæðargarð

Points

Nú undanfarin ár hefur umferð í gegnum Hæðargarð aukist talsvert og því meiri þörf á góðu skipulagi og greiðari leið í gegnum götuna. Annarsvegar eru það íbúar götunnar sem eru vanir að leggja bílum sínum á hlið upp við kant götunnar fyrir framan húsið sitt en hinsvegar eru sumir sem leggja bílum sínum við hinn kantinn sem þrengir enn meira að umferð í gegnum götuna auk þess sem mikill snjór getur gert ástandið verra á veturna. Það þarf enga framkvæmd í þetta heldur bara aukið skipulag á umferð.

Það mætti líka fjarlægja hraðahindranirnar, sem maður fer yfir, þegar ekið er á milli blokkanna í götunni. Það er ekki þörf á þeim, enda eru þær líka fyrir.

Ég er íbúi í Hæðargarði og sé ekki að það leysi vandann að taka burtu hraðahindranir og gera götuna greiðfærari...... Ég vil óþarfa umferð, gegnumkeyrslu bíla sem eru að stytta sér leið í gegnum hverfið einfaldlega burtu úr götunni enda mörg börn sem sækja bæði í Breiðagerðisskóla, Hvassaleitisskóla og leikskólann Jöfra. Öryggi þeirra er ógnað og því mæli ég með því að gatan verði gerð að botngötu eða þá að þrengingum og hraðahindrunum verði fjölgað í götunni.

Veruleg umferð getur myndast um Hæðargarð, vegna leikskóla, Réttarholtsskóla og umferðatafa um Bústaðaveg. Breikkun götunnar með bílastæðum við alla götuma norðanverða er nauðsyn til þess að gera umferð greiðari og hættuminni. Það er ekki ásættanlegt að borgaryfirvöld hafi eingöngu áhuga á reiðhjólum og göngutúrum. Þá er vert að geta þess að hraðahindranir við gatnamót Hæðargarðs og Réttarholtsvegar/Grensássvegar hafa reynst mörgum óyfirstíganlegar hindranir í snjókomu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information