Hjólabrettagarð

Hjólabrettagarð

Hvað viltu láta gera? Byggja hjólabrettagarð í hverfinu. Hvers vegna viltu láta gera það? Hjólabretta, hlaupahjóla, línuskauta og hjólaskauta iðkun er ört vaxandi meðal allra aldurshópa, og æskilegt væri að hafa svæði fyrir þessa iðkendur í öllum hverfum.

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmyndin þín var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins og verður ein af þeim hugmyndum sem stillt verður upp á fundi íbúaráðs Vesturbæjar á þriðjudaginn næstkomandi þann 30. mars milli kl. 17-19 þar sem valdar verða 25 af þeim hugmyndum sem verða á kjörseðli hverfisins í kosningunni í haust. Hér er hlekkur á facebook event fundarins sem verður opinn og streymt beint: https://www.facebook.com/events/446160169797749. Í einhverjum tilfellum hafa hugmyndir verið sameinaðar þar sem þær hafa verið taldar mjög áþekkar annarri/öðrum hugmyndum og í nokkrum tilfellum höfum við gert litlar breytingar á hugmyndum til þess að þær falli betur að reglum verkefnisins.* Fundir íbúaráðanna þar sem valið verður hvaða hugmyndir fara á kjörseðla hverfanna næsta haust verða formlegir aukafundir þar sem allir geta tekið þátt. Við viljum eindregið hvetja þig til þess að taka þátt í fundinum í þínu hverfi og vekja athygli á honum og hugmynd þinni eins og þú hefur tækifæri til. Dagsetningar allra fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

yes! please do this! so many people who could start this activity indoors if the skatepark would be covered! also could be nice to have a real bowl!

Kæri hugmyndahöfundur Þín hugmynd var valin á uppstillingarfundi til þess að vera á kjörseðli hverfisins í kosningunni í Hverfið mitt næsta haust. Uppstilling kjörseðila fyrir kosningarnar fór fram á fundum íbúaráða Reykjavíkurborgar frá 22. mars til 20. maí sl. og liggur nú niðurstaða fyrir í öllum hverfum. Nánari upplýsingar hér: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. Í fyrsta skipti var öllum boðin þátttaka í þessum lið ferilsins, þ.e. að velja hugmyndir á kjörseðilinn að yfirferðar- og samráðsferli loknu. Þátttakan í uppstillingunni fór fram úr björtustu vonum og niðurstaðan er að margar frábærar hugmyndir verða á kjörseðlum allra hverfa Reykjavíkur í kosningunni í haust. Á www.hverfidmitt.is má sjá þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 30. september - 14. október næstkomandi. Til þess að auka líkurnar á því að þín hugmynd verði kosin til framkvæmda sumarið 2022 getur þú kynnt hugmyndina fyrir nágrönnum þínum og hvatt þau til þess að taka þátt í kosningunni í haust. Við sendum þér póst og minnum þig á þegar að því kemur. F.h. Hverfið mitt Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Já já já, yfirbyggður, með gryfju, römpum og fleira í samvinnu við Brettafélag Reykjavíkur t.d. Mætti meira að segja hafa Parkour völl á sama stað. Svona jaðarsport svæði

Ég vil endilega hjólabrettagarð. En bara ef hjólabrettafólk sér um hönnunina ;)

Klárlega málið fyrir yngri kynslóðina. Passa að svæðið sé upplýst og sýnilegt - ólíkt hjólabrautinni sem er á bakvið Vesturbæjarlaugina.

Frábær hugmynd, þyrfti að vera yfirbyggt svo hægt sé að nota þetta yfir allt árið. Þetta er frábær forvörn fyrir krakka - mikil hreyfing, hitta aðra með sama áhugamál, minni sími og tölvur. Það eru ótal rök fyrir því að setja upp hjólabrettagarð, best að googla skatepark benefits - en það þarf að hanna garðinn í samtali við brettafólk og láta fagmenn með reynslu byggja garðinn. Garður sem er illa gerður, verður ekki notaður til lengdar.

Núverandi svæði fyrir hluti eins og hjólabretti, hlaupahjol, bmx og svoleiðis hluti er ekki samþætt og vantar í það sem gæti verið svo gagnlegt rými fyrir jákvæðar æfingar og gert börnum og fullorðnum kleift að njóta þessa rýmis saman. Hér er hlekkur á almenningsrými sem þetta í Gautaborg; Svíþjóð og andrúmsloftið og hversu mikið það er notað af fólki frá öllum bænum.https://www.goteborg.com/actionparken/

Sting upp á að hjólabrettafólk sjái um hönnun svona svæðis, svolítið út í hött þegar fólk sem stundar ekki íþróttirnar hannar eitthvað sem passar ekki einu sinni almennilega við íþróttirnar sem eru stundaðar...

yes! I would enjoy the bowl so much! Could be great to encourage more kids and adults into this activity! keeping fingers crossed!

Niðurgrafin og yfirbyggður stór hjólabretta garður yrði draumur í dós fyrir Vesturbæ! Að fara í svona garð í útlöndum var ein magnaðasta upplifun lífs míns, mikið líf og fjör í kringum hann. Allir aldurshópar samankomnir að æfa sig eða að stíga sín fyrstu skref. Mikið af veitingastöðum í kring enda krefjandi sport og sérhæfðar búðir tengdar sportinu. Ég mæli svo innilega með svona garði!

Börnin þurfa fjölbreytari og ókeypis leiðir til að hreyfa sig. Þetta hefur vantað lengi! Helst yfirbyggðan svo það se hægt að nota það lika um veturinn :)

Kæri hugmyndahöfundur, kosningu í verkefninu Hverfið mitt lauk þann 14.október sl. niðurstöður kosninga má sjá á www.hverfidmitt.is, Alls voru 111 hugmyndir kosnar og munu þær koma til framkvæmda á árinu 2022. Þín hugmynd hlaut ekki kosningu að þessu sinni. Næsta haust hefst hugmyndasöfnun að nýju og gefst þá Reykvíkingum aftur tækifæri til þess að setja inn hugmyndir að verkefnum sem gera hverfi borgarinnar betri og skemmtilegri. Við þökkum þér kærlega fyrir þína þátttöku og viljum hvetja þig til þess að halda áfram að vera virkur þátttakandi í málefnum hverfisins. Ýmsar leiðir eru fyrir borgarbúa til þess að hafa áhrif á þróun borgarsamfélagsins og síns nærumhverfis. Íbúaráð Reykjavíkurborgar eru lifandi samstarfsvettvangur samráðs íbúa, félagasamtaka, atvinnulífs og borgaryfirvalda. Virk íbúaráð eru í öllum hverfum Reykjavíkur og funda þau í hverjum mánuði yfir vetrarmánuðina. Nánari upplýsingar er að finna hér: https://reykjavik.is/ibuarad. Einnig viljum við vekja athygli á því að ábendingavefurinn er alltaf opinn fyrir borgarbúa sem vilja láta vita af einhverju sem betur má fara í umhverfinu eða þarfnast lagfæringar: https://abendingar.reykjavik.is. Bestu kveðjur, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information