Hvað viltu láta gera? Auka aðgengi allra í fjöruna við hreinsistöð, með rampi og brú yfir læk Hvers vegna viltu láta gera það? Varnargarður við hreinsistöð gerir einungis fólki kleyft að komast í fjöruna sem er létt á fæti og getur stikklað á stórgrýtinu. Þörf er á rampi til að auka aðgengi og öryggi fótafúinna, yngri barna, barnakerra og hjólastóla niður í fallega fjöruna neðan við Fólkvang. Sömuleiðis vantar einhvers konar brú yfir lækinn (Vallárlækur) ætli fólk áfram fjöruna til suðurs/suðausturs.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation